fimmtudagur, 14. júní 2007

Á döfinni

Fjáröflun fyrir Gothia Cup
Nú þurfa stelpurnar og foreldar þeirra að melda sig fyrir 17 júní söluna.
Foreldar geta annaðhvort tekið þátt með því að vera við sölu í kofanum sem við verðum með eða bakað muffins eða pönnukökur.
Ágóðinn rennur til þeirra sem taka þátt og fer skiptingin eftir þátttöku barna og foreldra.
Sendið mér póst með nafni forelda og síma og nafni stelpu og hvort taka eigi þátt í sölu eða að baka eða jafnvel hvorutveggja.
Síðan kem ég til með að raða niður á tíma eftir því hversu góð þátttaka verður.
Stelpurnar koma einnig til með að selja á svæðinu þannig að nú er samkeppni um að hanna flottasta sölubakkann sem að sjálfsögðu þarf að vera merktur FH.
Ég set síðan inn skjal hér með lista yfir hvar og hvenær viðkomandi eiga að mæta.