mánudagur, 16. júlí 2007

Mánudagur

Þá eru fyrstu leikirnir búnir og það hefur gengið upp og ofan.
Kl. 10 spiluðu FH2 og FH3.
FH2 -Värmdö endaði 1-2. Värmdö komst í 2-0 í fyrri hálfleik þó leikurinn hafi verið jafn og spennandi. Sara Sigmunds minkaði siðan muninn með glæsilegu marki úr gjörsamlega lokuðu færi. Jafntefli hefði verið sanngjarnt.
FH3 - Benson Soccer endaði 0 - 3 en þar sem hann fór fram á öðrum velli en FH2 var fer litlum sögum af hvernig leikurinn var.

Síðasti leikurinn FH1 Värmdö 2 var sannkölluð flugeldasýning og endaði 9-1 sigri FH1
Íris skoraði fyrsta merkið af miklu harðfylgi. Síðan kom Kristín Guðmunds með næsta mark. Þriðja markið skoraði Elísabet Guðmunds og áður en fyrri hálfleikurinn var búinn bætti Kristín Guðmunds öðru marki sínu við.
Í seinni hálfleik byrjaði Aldís með að setja mark, síðan bætti Elísabet Jóns við sjötta marki FH. Aldís skoraði sitt annað mark fljótlega þar á eftir og Kristín Guðmunds bætti við sínu þriðja og Fjórða marki áður en leiknum lauk. Einhverstaðar þarna inn á milli náði mótherjinn að setja eitt.

Frábært veður, 26 gráðu hiti og sól setti sitt mark á leikina þar sem liðin er ekki vön að spila í svona miklum hita.

Ég set inn myndir af deginum seinna í kvöld eftir opunarhátíðina.
Nú eru myndir í skikkanlegir upplaun komna á http://picasaweb.google.com/gudakrist/GothiaCupMyndir

Tengilinn efst til hægri á síðunni vísar í myndaalbúmið þar sem ég set inn fleiri myndir eftir sem líður á keppnina.

Kveðja
Guðmundur

Engin ummæli: