fimmtudagur, 19. júlí 2007

Spennan eykst

Jæja þá er útsláttarkeppnin komin á fullt.
FH 2 spilaði við Överås BK og það var sýnikennsla í frábærum fótbolta. Stelpurnar spiluðu betri bolta en ég hef nokkurntíma séð þær spila áður og mótherjinn sá aldrei til sólar, enda skýjað.
leiknum lauk með markaregni 7 -1 fyrir FH.
Mörkin skoruðu Sara Sigmunds 4, Sara P 1, Heiðdís 1 og Jenný 1

FH 3 Spilaði við Lundby IF og unnu 1 - 0. Markið sett Elín Lind.

FH1 Spilaði seinni leikinn í dag á móti Mullsjö IF og þar var einstefna svotil allan leikinn. Mullsjö IF spiliðu þó af hörku og létu finna fyrir sér. Stelpurnar létu það ekki slá sig út af laginu og áttu mörg góð færi. Ein mark leiksins kom í fyrri hálfleik, Elísabet Guðmunds skoraði beint úr aukaspyrnu úr þröngu færi. Mikil stemming var á vellinum og höfðu þær sænsku mikinn stuðningsmannahóp sem heyrðist mikið í. Gunni Svavars, og aðrir Íslendingar létu það ekki á sig fá og kyrjuðu Öxar við ána, sem þaggaði nokkuð niður í þeim sænsku.

Nú magnast spennan og dagurinn á morgun byrjar snemma hjá sumum.

Ekki meira í bili, nýjar myndir á leiðnni inn, skoðið þær endilega.

Kveðja
Guðmundur

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Guðmundur og þið öll hin !
Það er aldeilis gaman að sjá hve vel gengur og ómetanlegt fyrir okkur sem heima sitjum að fá tækifæri til þess að fylgjast svona vel með gangi mála. Bestu þakkir fyrir það. Og stelpur ! Þið eruð náttúrulega bara frábærar :-) Haldið ótrauðar áfram - Gangi ykkur vel !!!
Kær kveðja
Erla - mamma Maggýjar