laugardagur, 14. júlí 2007

Dagur 1 og 2



Dagur 1
Ferðalagið í skólann gekk vel þó það hafi tekið lengri tíma að tékka suma inn en aðra. Allir komu óskaddaðir í skólann en eitthvað vorum við snemma á ferðinni því við þurftum að bíða eftir nokkurn tíma eftir því að húsverðirnir mættu til að hleypa okkur inn. Eftir miklar umræður var liðinum skipt niður á stofur og það var farið í labbitúr til að skoða svæðið og fá sér í svanginn.
Engum sögum fer af því hvenær farið var að sofa.

Dagur 2
Vaknað fyrir allar aldir og farið í Skara Sommarland að renna sér í vatnsrennibrautum og þvílíku. Það var rosa fjör og enn og aftur komust allir stórslysalaust frá þessu.
Ég hef ekki enn fengið Sænsk símanúmer hjá farastjórum en set þau inn hér um leið og þau koma. Allt hefur gangið að óskum og eru fararstjóranir hæstánægðir með gang mál og helsta vandamálið hjá stelpunum hefur verið að velja hvaða föt á að fara í.
Smá viðbót hér:
Eina stórslysið sem áttir sér stað í sundlaugargarðinum var að bleiku nærbuxunum hans Árna var stolið. Við höldum að það hafi verið leyndur aðdáandi sem hefur viljað ná sér í mynjagrip.

Kveðja
Guðmundur

Engin ummæli: