föstudagur, 20. júlí 2007

En eykst spennan

Jæja, nú er spennan í hámarki.
FH1 byrjaði daginn á að sigra IF-Viken 1-0. Með þessu komust þær í 8 liða úrslit.
Markið skoraði Kristín Guðmunds eftir fína sendingu frá systur sinni Elísabetu.
Spiluðu síðan um miðjan dag við Selånger FK og unnu þann leik 1-0. Markið skoraði Þórdís eftir aukaspyrna sem Elísabet G tók.
Núna eru þær semsagt komnar í 4 liða úrslit og eiga að spila við Jitex BK kl 19:15 í dag.
Farastjórar og þjálfarar eru alveg að fara á límingunum. Sannarlega frábær árangur hjá stelpunum.
----------------
FH2 tapaði fyrir Stjörnunni 1-2 í spennandi leik í B-úrslitum en stelpurnar stóðu sig virkilega vel. Þær eru þó fallnar úr keppni.
----------------
FH3 unnu finnska liðið Vantaan Jalkapall0seura 1-0 og eru áfram í úrslitakeppni B. Markið skoraði Elín Lind. Þær eiga leik kl. 16:00 í dag við Torslanda IK.
Áfram stelpur berjast!

Ekki meira í bili annað en að veðrið leikur við okkur og það er næstum of heitt fyrir stelpurnar.

Kveðja
Guðmundur

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Glæsilegur árangur hjá ykkur öllum maður er gjörsamlega að farast úr spennu hérna heima og langar mig helst að taka flug út til að fylgjast með... gangi ykkur vel stelpur þið getið þetta .
kv.Begga mamma Elísubetar Jóns.