Hér koma sjóðheitar fréttir af leik FH1 - Råda BK.
Stelpurnar mættu ákveðnar til leiks og það sást greinilega sigurglapi í augum þeirra. Þær byrjuðu dúndurvel og í hálfleik var staðan 2 - 0.
Í seinni hálfleik bættu þær í og það var aldrei spurning um hver færi með sigur af hólmi. Leikurinn endaði með 5 - 0 sigri þar sem Þórdís og Aldís skoruðu 2 mörk hvor og Kristín Guðmunds skoraði 1.
Það sem einkenndi leikinn var mikill og góður liðsandi og spiluðu þær frábæran fótbolta allan leikinn. Birna Berg varði vel öll tvö skotin sem rötuðu á mark og átti góð úthlaup þess á milli.
Íris er enn í skýjunum þar sem einn áhorfandi (drengur á réttum aldri) sagði við hana eftir markið í gær ,,nice goal". Þar sem keppnin er útsláttarkeppni núna eru þær komnar áfram í næstu umferð og spila aftur kl. 15:50 í dag.
Kveðja
Guðmundur
fimmtudagur, 19. júlí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli