Jæja þá eru undanúrslitaleikirnir búnir.
FH3 tapaði 1-0 fyrir Torslanda IK í jöfnum og spennandi leik sem hefði getað farið á hvort veginn sem er.
FH1 tapaði einnig sínum leik á móti Jitex BK.
Sennan var gífurleg og stelpurnar börðust eins og ljón á móti 11 leikmönnum Jitex og einum heimadómara sem hallaði frekar mikið á Íslendingana.
Hann byrjaði snemma í fyrri hálfleik að að dæma víti á FH sem skorað var úr.
Mótherjarnir spiluðu mjög fastann bolta sem þær komust upp með.
Leikurinn endaði 3-0 og voru okkar stelpur að vonum vonsviknar að leik loknum.
Það má þó ekki taka það af þeim að af þeim 108 liðum sem hófu leik í 14 ára riðlunum enduðu þær að lokum í 3 - 4 sæti sem þýðir að þær fá brons afhent á morgun á Ullevi.
Frábær stemming var á vellinum þar sem flestir FH-ingar sem voru í Gautaborg mættu á pallana og hvöttu stelpurnar. Einnig mætti Gísli og Víglundur faðir hans (starfsmenn Gothia Cup) á völlinn til að hvetja landa sína.
Frábær frammistaða hjá öllum liðunum er niðurstaðan að móti loknu og þær, þjálfaranir og fararstjórarnir eiga hrós skilið fyrir þeirra hlutverk í þessu ævintýri. FH1 náði besta árangri af öllu Íslensku liðinum á mótinu!
Ekki meira í bili
kveðja
Guðmundur
föstudagur, 20. júlí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli