miðvikudagur, 18. júlí 2007

Miðvikudagur

Jæja, enn einn keppnisdagur búinn.
Hér eru úrslitin:
FH3 - Bele Barkarby 3 - 0
Markaskorarinn hér var Aldís í öllum tilvikum.
FH1 - Sösdala IF 3 - 0
Mörkin voru framreidd af Írisi með glæsilegu gegnumbroti sem var fullkomnað með snyrtilegu skoti eftir góða sendingu frá Kristínu. Síðan kom gott skot frá Hildi sem markmaðurinn var næstum búnn að verja en inn vildi boltinn. Lokamarkið var síðan þrumufleygur frá miðjum vallarhelmingi andstæðinganna efst í vinkilinn, óverjandi frá Elísabetu Guðmunds.
FH2 - Vaksala SK 0 - 1
Þetta var mjög jafn leikur sem hefði ef allrar sanngirn er gætt átt að enda með jafntefli en andstæðingunum tókst að setja eitt :-(

Eftir leikina var farið með stelpurnar í Liseberg (aftur!!!). Þær vildu endilega fá fleiri salíbunur og þær sem áttu eftir að fara í draugahúsið notuðu tækifærið og fóru núna. Tóti þorði ekki þar sem hann var ekki í brúnum buxunum sínum.

Á morgun spila FH1 (sem eru efstar í sínum riðli) á móti Råda BK kl. 10:20 í undanúrslitum A.
FH2 spilar við Överås BK kl.14:40 í undanúrslitum B
FH3 spilar annaðhvort við Lundby IF eða Översjö IF (fer eftir þeirra viðureign) kl. 17:10 í undanúrslitum B
Enn leikur veðrið við okkur þrátt fyrir að alltaf sé verið að reyna að spá rigningu á okkur.
Nýjar myndir eru að detta inn skoðið tengilinn uppi til hægri.
Ekki meira í bili.

Kveðja
Guðmundur

Engin ummæli: