miðvikudagur, 18. júlí 2007

Þriðjudagur

Fínn dagur í dag, sólin skín og stelpurnar til fyrirmyndar innan vallar sem utan. Eins og við er að búast hefur gengið upp og ofan í leikjunum en hér koma úrslitin úr leikjum dagsins:
FH2 - IF Viken 0 - 1
FH1 - Oxelösund 2 - 0 Mörkin skorðu Aldís og Kristín G.
FH3 - Höllvikens GIF 1 - 3 Ólöf skoraði fyir FH
Hægt er að kíkja á stöðuna hér

Munið að kíkja á http://picasaweb.google.com/gudakrist og tékka á nýjum myndum allt eftir því sem þær detta inn.

Kveðja
Guðmundur

þriðjudagur, 17. júlí 2007

Símanúmer fararstjóranna

Hér eru númerin:
FH1 Anna Gudný: +46-7378-41143
FH2 Margrét: +46-7378-41138
FH3 Árni : +46-7378-41137

kv.
Guðmundur

mánudagur, 16. júlí 2007

Mánudagur

Þá eru fyrstu leikirnir búnir og það hefur gengið upp og ofan.
Kl. 10 spiluðu FH2 og FH3.
FH2 -Värmdö endaði 1-2. Värmdö komst í 2-0 í fyrri hálfleik þó leikurinn hafi verið jafn og spennandi. Sara Sigmunds minkaði siðan muninn með glæsilegu marki úr gjörsamlega lokuðu færi. Jafntefli hefði verið sanngjarnt.
FH3 - Benson Soccer endaði 0 - 3 en þar sem hann fór fram á öðrum velli en FH2 var fer litlum sögum af hvernig leikurinn var.

Síðasti leikurinn FH1 Värmdö 2 var sannkölluð flugeldasýning og endaði 9-1 sigri FH1
Íris skoraði fyrsta merkið af miklu harðfylgi. Síðan kom Kristín Guðmunds með næsta mark. Þriðja markið skoraði Elísabet Guðmunds og áður en fyrri hálfleikurinn var búinn bætti Kristín Guðmunds öðru marki sínu við.
Í seinni hálfleik byrjaði Aldís með að setja mark, síðan bætti Elísabet Jóns við sjötta marki FH. Aldís skoraði sitt annað mark fljótlega þar á eftir og Kristín Guðmunds bætti við sínu þriðja og Fjórða marki áður en leiknum lauk. Einhverstaðar þarna inn á milli náði mótherjinn að setja eitt.

Frábært veður, 26 gráðu hiti og sól setti sitt mark á leikina þar sem liðin er ekki vön að spila í svona miklum hita.

Ég set inn myndir af deginum seinna í kvöld eftir opunarhátíðina.
Nú eru myndir í skikkanlegir upplaun komna á http://picasaweb.google.com/gudakrist/GothiaCupMyndir

Tengilinn efst til hægri á síðunni vísar í myndaalbúmið þar sem ég set inn fleiri myndir eftir sem líður á keppnina.

Kveðja
Guðmundur

sunnudagur, 15. júlí 2007

Dagur 3 Liseberg


Í dag var byrjað á léttri æfingu og síðan var farið í Liseberg skemmtigarðinn. Eins og sést á myndinni hér að neðan var mesta fjörið hjá Tóta og Svavari. Sem betur fer var Svavar í brúnum nærbuxum!

Það mátti vart á milli sjá hvort fararstjóranir eða stelpurnar skemmtu sér betur.

kv.
Guðmundur

laugardagur, 14. júlí 2007

Dagur 1 og 2



Dagur 1
Ferðalagið í skólann gekk vel þó það hafi tekið lengri tíma að tékka suma inn en aðra. Allir komu óskaddaðir í skólann en eitthvað vorum við snemma á ferðinni því við þurftum að bíða eftir nokkurn tíma eftir því að húsverðirnir mættu til að hleypa okkur inn. Eftir miklar umræður var liðinum skipt niður á stofur og það var farið í labbitúr til að skoða svæðið og fá sér í svanginn.
Engum sögum fer af því hvenær farið var að sofa.

Dagur 2
Vaknað fyrir allar aldir og farið í Skara Sommarland að renna sér í vatnsrennibrautum og þvílíku. Það var rosa fjör og enn og aftur komust allir stórslysalaust frá þessu.
Ég hef ekki enn fengið Sænsk símanúmer hjá farastjórum en set þau inn hér um leið og þau koma. Allt hefur gangið að óskum og eru fararstjóranir hæstánægðir með gang mál og helsta vandamálið hjá stelpunum hefur verið að velja hvaða föt á að fara í.
Smá viðbót hér:
Eina stórslysið sem áttir sér stað í sundlaugargarðinum var að bleiku nærbuxunum hans Árna var stolið. Við höldum að það hafi verið leyndur aðdáandi sem hefur viljað ná sér í mynjagrip.

Kveðja
Guðmundur

fimmtudagur, 12. júlí 2007

Dagskráin

Föstudagur 13. júlí
Kl. 04:00 mæting á Krikann. Rúta á völlinn. Flogið út 07:00 FHE 161

Lent um kl 11:50 í Gautaborg.
Komum okkur fyrir. Skoðunarferð og matur
----------------------------------------------------------
Laugardagurinn 14. júlí
Kl 8:30 Skara sommarland
----------------------------------------------------------
Sunnudagurinn. 15. júli
Kl 11:00 Kíkjum á Heden – Liseberg
----------------------------------------------------------
Mánudagurinn 16. júlí
Morgunmatur kl. 7:30

Kl. 10.00. Leikur FH 2 : Värmdö IF 1 Grimbo 1
Kl. 10:00 Leikur FH 3 : Benson Soccer Valhalla IP
Kl. 12:00 Leikur FH 1 : Värmdö 2 Grimbo 4

Kl 20:00 er opnunarhátíð á Ullevi leikvanginum
----------------------------------------------------------
Þriðjudagur 17. júlí
Morgunmatur kl. 7:30

Kl. 10:40 FH2 : IF Viken Fjärdringsplan
Kl. 15:50 FH1 : Oxelösunds IK Slättadamm 1
Kl. 16:00 FH3 : Höllvikens GIF Slottskogsvallen

Diskótek Svenska Mässan Kl. 19 – 21.
----------------------------------------------------------
Miðvikudagur 18. júlí
Morgunmatur kl. 7:30

Kl. 11:00 FH3 : Bele Barkarby IF Valhalla IP
Kl. 14:00 FH1 : Sösdala IF Fjärdringsplan
Kl. 14:00 FH2 : Vaksala SK Slättadamm 1

KR – ingur í eina kvöldstund - Förum á KR - Häcken á Ullevi Leikurinn hefst kl. 20:00
----------------------------------------------------------
Fimmtudagur 19.júlí
Morgunmatur kl. 7:30

Leikir - nánar auglýst

Búðaráp fyrir þær sem hafa áhuga.
----------------------------------------------------------
Föstudagurinn 20.júlí
Morgunmatur kl. 7:30

Leikir - nánast auglýst
----------------------------------------------------------
Laugardagurinn 21. júlí
Morgunmatur kl. 8:00
Kíkt á úrslitaleiki
----------------------------------------------------------
Sunnudagurinn 22. júlí
Kl 11:00 Bátsferð Paddan siglir um síki borgarinnar
----------------------------------------------------------
Mánudagur 23.júli
Heimferð, flugið fer 12:45 áætluð koma 13:30 að íslenskum tíma. FHE 162

þriðjudagur, 26. júní 2007

Eyðublöðin

Nú er kominn tími á að skila inn blöðunum með samþykki foreldra og barna vegna ferðarinnar. Þær sem ekki eru búnar að skila þeim til Tóta komið með blöðin á næstu æfingu. Leyfisbréfið er hægt að nálgast hér ef þið hafið tínt bréfinu.