miðvikudagur, 25. júlí 2007

Meira en 1800 myndir!

Sæl
Nú er ég búinn að setja inn meira en 1800 myndir sem ég, Árni, Kristín, Elísabet og fleiri tóku í ferðinni. Skoðið tengilinn Myndasíða FH-stelpna hér uppi til hægri eða smellið hér til að kíkja á.

kveðja
Guðmundur

sunnudagur, 22. júlí 2007

Laugardagur

Loksins loksins komust stelpurnar í búðir.
Það fór allur dagurinn í búðarráp eftir verðlaunaafhendinguna. Sumar komu vel klyfjaðar heim í skóla eftir daginn og þurfa nú að leigja sér burðarmann og þjappara til að koma dótinu fyrir í töskunni.
Við sáum engin tískuslys og allir voru glaðir með að fá ,,aðeins" að spreða.

kv.
Guðmundur

föstudagur, 20. júlí 2007

Leiðalok í mótinu

Jæja þá eru undanúrslitaleikirnir búnir.
FH3 tapaði 1-0 fyrir Torslanda IK í jöfnum og spennandi leik sem hefði getað farið á hvort veginn sem er.
FH1 tapaði einnig sínum leik á móti Jitex BK.
Sennan var gífurleg og stelpurnar börðust eins og ljón á móti 11 leikmönnum Jitex og einum heimadómara sem hallaði frekar mikið á Íslendingana.
Hann byrjaði snemma í fyrri hálfleik að að dæma víti á FH sem skorað var úr.
Mótherjarnir spiluðu mjög fastann bolta sem þær komust upp með.
Leikurinn endaði 3-0 og voru okkar stelpur að vonum vonsviknar að leik loknum.
Það má þó ekki taka það af þeim að af þeim 108 liðum sem hófu leik í 14 ára riðlunum enduðu þær að lokum í 3 - 4 sæti sem þýðir að þær fá brons afhent á morgun á Ullevi.
Frábær stemming var á vellinum þar sem flestir FH-ingar sem voru í Gautaborg mættu á pallana og hvöttu stelpurnar. Einnig mætti Gísli og Víglundur faðir hans (starfsmenn Gothia Cup) á völlinn til að hvetja landa sína.

Frábær frammistaða hjá öllum liðunum er niðurstaðan að móti loknu og þær, þjálfaranir og fararstjórarnir eiga hrós skilið fyrir þeirra hlutverk í þessu ævintýri. FH1 náði besta árangri af öllu Íslensku liðinum á mótinu!

Ekki meira í bili
kveðja
Guðmundur

En eykst spennan

Jæja, nú er spennan í hámarki.
FH1 byrjaði daginn á að sigra IF-Viken 1-0. Með þessu komust þær í 8 liða úrslit.
Markið skoraði Kristín Guðmunds eftir fína sendingu frá systur sinni Elísabetu.
Spiluðu síðan um miðjan dag við Selånger FK og unnu þann leik 1-0. Markið skoraði Þórdís eftir aukaspyrna sem Elísabet G tók.
Núna eru þær semsagt komnar í 4 liða úrslit og eiga að spila við Jitex BK kl 19:15 í dag.
Farastjórar og þjálfarar eru alveg að fara á límingunum. Sannarlega frábær árangur hjá stelpunum.
----------------
FH2 tapaði fyrir Stjörnunni 1-2 í spennandi leik í B-úrslitum en stelpurnar stóðu sig virkilega vel. Þær eru þó fallnar úr keppni.
----------------
FH3 unnu finnska liðið Vantaan Jalkapall0seura 1-0 og eru áfram í úrslitakeppni B. Markið skoraði Elín Lind. Þær eiga leik kl. 16:00 í dag við Torslanda IK.
Áfram stelpur berjast!

Ekki meira í bili annað en að veðrið leikur við okkur og það er næstum of heitt fyrir stelpurnar.

Kveðja
Guðmundur

fimmtudagur, 19. júlí 2007

Spennan eykst

Jæja þá er útsláttarkeppnin komin á fullt.
FH 2 spilaði við Överås BK og það var sýnikennsla í frábærum fótbolta. Stelpurnar spiluðu betri bolta en ég hef nokkurntíma séð þær spila áður og mótherjinn sá aldrei til sólar, enda skýjað.
leiknum lauk með markaregni 7 -1 fyrir FH.
Mörkin skoruðu Sara Sigmunds 4, Sara P 1, Heiðdís 1 og Jenný 1

FH 3 Spilaði við Lundby IF og unnu 1 - 0. Markið sett Elín Lind.

FH1 Spilaði seinni leikinn í dag á móti Mullsjö IF og þar var einstefna svotil allan leikinn. Mullsjö IF spiliðu þó af hörku og létu finna fyrir sér. Stelpurnar létu það ekki slá sig út af laginu og áttu mörg góð færi. Ein mark leiksins kom í fyrri hálfleik, Elísabet Guðmunds skoraði beint úr aukaspyrnu úr þröngu færi. Mikil stemming var á vellinum og höfðu þær sænsku mikinn stuðningsmannahóp sem heyrðist mikið í. Gunni Svavars, og aðrir Íslendingar létu það ekki á sig fá og kyrjuðu Öxar við ána, sem þaggaði nokkuð niður í þeim sænsku.

Nú magnast spennan og dagurinn á morgun byrjar snemma hjá sumum.

Ekki meira í bili, nýjar myndir á leiðnni inn, skoðið þær endilega.

Kveðja
Guðmundur

Undanúrslit A liða

Hér koma sjóðheitar fréttir af leik FH1 - Råda BK.
Stelpurnar mættu ákveðnar til leiks og það sást greinilega sigurglapi í augum þeirra. Þær byrjuðu dúndurvel og í hálfleik var staðan 2 - 0.
Í seinni hálfleik bættu þær í og það var aldrei spurning um hver færi með sigur af hólmi. Leikurinn endaði með 5 - 0 sigri þar sem Þórdís og Aldís skoruðu 2 mörk hvor og Kristín Guðmunds skoraði 1.
Það sem einkenndi leikinn var mikill og góður liðsandi og spiluðu þær frábæran fótbolta allan leikinn. Birna Berg varði vel öll tvö skotin sem rötuðu á mark og átti góð úthlaup þess á milli.
Íris er enn í skýjunum þar sem einn áhorfandi (drengur á réttum aldri) sagði við hana eftir markið í gær ,,nice goal". Þar sem keppnin er útsláttarkeppni núna eru þær komnar áfram í næstu umferð og spila aftur kl. 15:50 í dag.

Kveðja
Guðmundur

miðvikudagur, 18. júlí 2007

Miðvikudagur

Jæja, enn einn keppnisdagur búinn.
Hér eru úrslitin:
FH3 - Bele Barkarby 3 - 0
Markaskorarinn hér var Aldís í öllum tilvikum.
FH1 - Sösdala IF 3 - 0
Mörkin voru framreidd af Írisi með glæsilegu gegnumbroti sem var fullkomnað með snyrtilegu skoti eftir góða sendingu frá Kristínu. Síðan kom gott skot frá Hildi sem markmaðurinn var næstum búnn að verja en inn vildi boltinn. Lokamarkið var síðan þrumufleygur frá miðjum vallarhelmingi andstæðinganna efst í vinkilinn, óverjandi frá Elísabetu Guðmunds.
FH2 - Vaksala SK 0 - 1
Þetta var mjög jafn leikur sem hefði ef allrar sanngirn er gætt átt að enda með jafntefli en andstæðingunum tókst að setja eitt :-(

Eftir leikina var farið með stelpurnar í Liseberg (aftur!!!). Þær vildu endilega fá fleiri salíbunur og þær sem áttu eftir að fara í draugahúsið notuðu tækifærið og fóru núna. Tóti þorði ekki þar sem hann var ekki í brúnum buxunum sínum.

Á morgun spila FH1 (sem eru efstar í sínum riðli) á móti Råda BK kl. 10:20 í undanúrslitum A.
FH2 spilar við Överås BK kl.14:40 í undanúrslitum B
FH3 spilar annaðhvort við Lundby IF eða Översjö IF (fer eftir þeirra viðureign) kl. 17:10 í undanúrslitum B
Enn leikur veðrið við okkur þrátt fyrir að alltaf sé verið að reyna að spá rigningu á okkur.
Nýjar myndir eru að detta inn skoðið tengilinn uppi til hægri.
Ekki meira í bili.

Kveðja
Guðmundur

Þriðjudagur

Fínn dagur í dag, sólin skín og stelpurnar til fyrirmyndar innan vallar sem utan. Eins og við er að búast hefur gengið upp og ofan í leikjunum en hér koma úrslitin úr leikjum dagsins:
FH2 - IF Viken 0 - 1
FH1 - Oxelösund 2 - 0 Mörkin skorðu Aldís og Kristín G.
FH3 - Höllvikens GIF 1 - 3 Ólöf skoraði fyir FH
Hægt er að kíkja á stöðuna hér

Munið að kíkja á http://picasaweb.google.com/gudakrist og tékka á nýjum myndum allt eftir því sem þær detta inn.

Kveðja
Guðmundur

þriðjudagur, 17. júlí 2007

Símanúmer fararstjóranna

Hér eru númerin:
FH1 Anna Gudný: +46-7378-41143
FH2 Margrét: +46-7378-41138
FH3 Árni : +46-7378-41137

kv.
Guðmundur

mánudagur, 16. júlí 2007

Mánudagur

Þá eru fyrstu leikirnir búnir og það hefur gengið upp og ofan.
Kl. 10 spiluðu FH2 og FH3.
FH2 -Värmdö endaði 1-2. Värmdö komst í 2-0 í fyrri hálfleik þó leikurinn hafi verið jafn og spennandi. Sara Sigmunds minkaði siðan muninn með glæsilegu marki úr gjörsamlega lokuðu færi. Jafntefli hefði verið sanngjarnt.
FH3 - Benson Soccer endaði 0 - 3 en þar sem hann fór fram á öðrum velli en FH2 var fer litlum sögum af hvernig leikurinn var.

Síðasti leikurinn FH1 Värmdö 2 var sannkölluð flugeldasýning og endaði 9-1 sigri FH1
Íris skoraði fyrsta merkið af miklu harðfylgi. Síðan kom Kristín Guðmunds með næsta mark. Þriðja markið skoraði Elísabet Guðmunds og áður en fyrri hálfleikurinn var búinn bætti Kristín Guðmunds öðru marki sínu við.
Í seinni hálfleik byrjaði Aldís með að setja mark, síðan bætti Elísabet Jóns við sjötta marki FH. Aldís skoraði sitt annað mark fljótlega þar á eftir og Kristín Guðmunds bætti við sínu þriðja og Fjórða marki áður en leiknum lauk. Einhverstaðar þarna inn á milli náði mótherjinn að setja eitt.

Frábært veður, 26 gráðu hiti og sól setti sitt mark á leikina þar sem liðin er ekki vön að spila í svona miklum hita.

Ég set inn myndir af deginum seinna í kvöld eftir opunarhátíðina.
Nú eru myndir í skikkanlegir upplaun komna á http://picasaweb.google.com/gudakrist/GothiaCupMyndir

Tengilinn efst til hægri á síðunni vísar í myndaalbúmið þar sem ég set inn fleiri myndir eftir sem líður á keppnina.

Kveðja
Guðmundur

sunnudagur, 15. júlí 2007

Dagur 3 Liseberg


Í dag var byrjað á léttri æfingu og síðan var farið í Liseberg skemmtigarðinn. Eins og sést á myndinni hér að neðan var mesta fjörið hjá Tóta og Svavari. Sem betur fer var Svavar í brúnum nærbuxum!

Það mátti vart á milli sjá hvort fararstjóranir eða stelpurnar skemmtu sér betur.

kv.
Guðmundur

laugardagur, 14. júlí 2007

Dagur 1 og 2



Dagur 1
Ferðalagið í skólann gekk vel þó það hafi tekið lengri tíma að tékka suma inn en aðra. Allir komu óskaddaðir í skólann en eitthvað vorum við snemma á ferðinni því við þurftum að bíða eftir nokkurn tíma eftir því að húsverðirnir mættu til að hleypa okkur inn. Eftir miklar umræður var liðinum skipt niður á stofur og það var farið í labbitúr til að skoða svæðið og fá sér í svanginn.
Engum sögum fer af því hvenær farið var að sofa.

Dagur 2
Vaknað fyrir allar aldir og farið í Skara Sommarland að renna sér í vatnsrennibrautum og þvílíku. Það var rosa fjör og enn og aftur komust allir stórslysalaust frá þessu.
Ég hef ekki enn fengið Sænsk símanúmer hjá farastjórum en set þau inn hér um leið og þau koma. Allt hefur gangið að óskum og eru fararstjóranir hæstánægðir með gang mál og helsta vandamálið hjá stelpunum hefur verið að velja hvaða föt á að fara í.
Smá viðbót hér:
Eina stórslysið sem áttir sér stað í sundlaugargarðinum var að bleiku nærbuxunum hans Árna var stolið. Við höldum að það hafi verið leyndur aðdáandi sem hefur viljað ná sér í mynjagrip.

Kveðja
Guðmundur

fimmtudagur, 12. júlí 2007

Dagskráin

Föstudagur 13. júlí
Kl. 04:00 mæting á Krikann. Rúta á völlinn. Flogið út 07:00 FHE 161

Lent um kl 11:50 í Gautaborg.
Komum okkur fyrir. Skoðunarferð og matur
----------------------------------------------------------
Laugardagurinn 14. júlí
Kl 8:30 Skara sommarland
----------------------------------------------------------
Sunnudagurinn. 15. júli
Kl 11:00 Kíkjum á Heden – Liseberg
----------------------------------------------------------
Mánudagurinn 16. júlí
Morgunmatur kl. 7:30

Kl. 10.00. Leikur FH 2 : Värmdö IF 1 Grimbo 1
Kl. 10:00 Leikur FH 3 : Benson Soccer Valhalla IP
Kl. 12:00 Leikur FH 1 : Värmdö 2 Grimbo 4

Kl 20:00 er opnunarhátíð á Ullevi leikvanginum
----------------------------------------------------------
Þriðjudagur 17. júlí
Morgunmatur kl. 7:30

Kl. 10:40 FH2 : IF Viken Fjärdringsplan
Kl. 15:50 FH1 : Oxelösunds IK Slättadamm 1
Kl. 16:00 FH3 : Höllvikens GIF Slottskogsvallen

Diskótek Svenska Mässan Kl. 19 – 21.
----------------------------------------------------------
Miðvikudagur 18. júlí
Morgunmatur kl. 7:30

Kl. 11:00 FH3 : Bele Barkarby IF Valhalla IP
Kl. 14:00 FH1 : Sösdala IF Fjärdringsplan
Kl. 14:00 FH2 : Vaksala SK Slättadamm 1

KR – ingur í eina kvöldstund - Förum á KR - Häcken á Ullevi Leikurinn hefst kl. 20:00
----------------------------------------------------------
Fimmtudagur 19.júlí
Morgunmatur kl. 7:30

Leikir - nánar auglýst

Búðaráp fyrir þær sem hafa áhuga.
----------------------------------------------------------
Föstudagurinn 20.júlí
Morgunmatur kl. 7:30

Leikir - nánast auglýst
----------------------------------------------------------
Laugardagurinn 21. júlí
Morgunmatur kl. 8:00
Kíkt á úrslitaleiki
----------------------------------------------------------
Sunnudagurinn 22. júlí
Kl 11:00 Bátsferð Paddan siglir um síki borgarinnar
----------------------------------------------------------
Mánudagur 23.júli
Heimferð, flugið fer 12:45 áætluð koma 13:30 að íslenskum tíma. FHE 162

þriðjudagur, 26. júní 2007

Eyðublöðin

Nú er kominn tími á að skila inn blöðunum með samþykki foreldra og barna vegna ferðarinnar. Þær sem ekki eru búnar að skila þeim til Tóta komið með blöðin á næstu æfingu. Leyfisbréfið er hægt að nálgast hér ef þið hafið tínt bréfinu.

fimmtudagur, 14. júní 2007

Á döfinni

Fjáröflun fyrir Gothia Cup
Nú þurfa stelpurnar og foreldar þeirra að melda sig fyrir 17 júní söluna.
Foreldar geta annaðhvort tekið þátt með því að vera við sölu í kofanum sem við verðum með eða bakað muffins eða pönnukökur.
Ágóðinn rennur til þeirra sem taka þátt og fer skiptingin eftir þátttöku barna og foreldra.
Sendið mér póst með nafni forelda og síma og nafni stelpu og hvort taka eigi þátt í sölu eða að baka eða jafnvel hvorutveggja.
Síðan kem ég til með að raða niður á tíma eftir því hversu góð þátttaka verður.
Stelpurnar koma einnig til með að selja á svæðinu þannig að nú er samkeppni um að hanna flottasta sölubakkann sem að sjálfsögðu þarf að vera merktur FH.
Ég set síðan inn skjal hér með lista yfir hvar og hvenær viðkomandi eiga að mæta.

miðvikudagur, 13. júní 2007

Gautaborgarskjalið!

Hér er hægt að nálgast gátlistann og annað sem skiptir máli fyrir ferðina, s.s. leyfisbréf foreldra og yfirlýsingu þátttakanda varðandi hegðun. Þeir sem ekki gátu mætt á fundinn um daginn geta smellt hér og sótt skjalið.

þriðjudagur, 12. júní 2007

Myndasíða

Það er verið að safna gömlum og nýjum myndum af stelpunum á
http://picasaweb.google.com/fhstelpur
Hafið samband ef þið eigið einhverjar góðar myndir. Sendið á gudakrist(hjá)gmail.com. (setjið @ í staðinn fyrir (hjá).

mánudagur, 14. maí 2007

Eldri fréttir

Það er allt á fullu fyrir fjáröflun, búið að selja fullt af Olís-vörum, sjá um veitingar í Kapla, bera út bæklinga selja kaffi ofl. Næst er spurning um að selja eitthvað sniðugt á 17 júní, vera með áheitamaraþon og ef til vill tiltekt eftir 17 júní.